Frá og með deginum í dag verður grímu­notkun val­kvæð í verslunum Sam­kaupa bæði fyrir við­skipta­vini og starfs­fólk.

Í til­kynningu frá Sam­kaupum segir að þó að grímu­notkunin sé nú val­kvæð sé hvatt til á­fram­haldandi notkunar þeirra og minnt á mikil­vægi per­sónu­legra sótt­varna.

Verslanir Sam­kaupa á lands­vísu eru Nettó, Kjör­búðin, Kram­búðin og Iceland.

Þar segir að vel hafi tekist að inn­leiða grímu­skylduna hingað til og að sam­vinna við við­skipta­vini hafi verið gríðar­lega góð um allt land en miðað við þróun far­aldurs þá vilji þau hafa hana núna val­kvæða.

Fyrr hafa stjórn­endur Krónunnar og Bónus til­kynnt að grímu­skylda sé einnig val­kvæð í verslunum þeirra.