Mikill meiri­hluti lands­manna á annað gas­grill á heimili sínu. Þó­nokkuð færri eiga kola­grill. Alls eiga um 80 prósent fólks á lands­byggðinni gas­grill og 73 prósent þeirra sem búa á höfuð­borgar­svæðinu.

Ef litið er til þeirra sem eiga kola­grill þá eru 18 prósent þeirra sem eru á lands­byggðinni og 14 prósent þeirra sem eru á höfuð­borgar­svæðinu.

Þetta kemur fram í niður­stöðum nýrrar könnunar frá Maskínu. Spurt var um gril­l­eign lands­manna í könnun árið 2019 og ef borin eru saman svör lands­manna má sjá að lítil­lega hefur fjölgað meðal þeirra sem eiga gas­grill og á sama tíma þeim fækkað sem eiga kola­grill.

Fleiri eiga gasgrill en kolagrill.
Mynd/Maskína

Ef litið er til aldurs og kyns þá má ekki sjá mikinn mun en fæstir í yngsta og elsta aldurs­hópnum eiga grill og ef litið er til bú­setu eru fæstir með grill í Reykja­vík en flestir á Austur­landi, en það skal þó tekið fram að munur á milli lands­hluta er mjög lítill.

Fólk var einnig spurt út í það hvað þeim þykir best að grilla og þar svaraði mikill meiri­hluti að þeim þætti lamba­kjöt best eða tæp­lega 39 prósent. Á eftir því þykir flestum best að grilla nauta­kjöt, ham­borgara, kjúk­ling og annað kjöt en um 4,4 prósent finnst gott að grilla græn­meti.

Flestum finnst best að grilla lamb.
Mynd/Maskína