Gréta María Grétarsdóttir, sem lét af störfum sem framkvæmdastjóri Krónunnar síðastliðið vor, hefur gengið til liðs við fjártæknifyrirtækið Indó. Þar stýrir hún stefnumótun viðskiptavina, en Indó býður íslenskum neytendum upp á innlán veltureikninga. Ólíkt hefðbundnum bönkum eru innstæður Indó aðeins lánaðar út til ríkisins.

Eftir að Gréta lét af störfum hjá Krónunni hefur hún meðal annars tekið við sem stjórnarformaður nýstofnaðs Matvælasjóðs og þá settist hún í stjórn ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures í sumar.

Áður en Gréta María tók við sem framkvæmdastjóri Krónunnar var hún fjármálastjóri Festi.. Þá var hún forstöðumaður Hagdeildar Arion Banka á árunum 2010 til 2016.