Gréta María Grétarsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Arctic Adventures, að því er fram kemur í frétt Innherja. Hún tekur við af Styrmi Þór Bragasyni sem lætur af störfum en hann hefur starfað sem forstjóri ferðaþjónustufyrirtæksins frá miðju ári 2019.

Útgerðarfélagið Brim sendi út kauphallartilkynningu í gær þar sem greint var frá því að Gréta María hefði óskað eftir því að láta af störfum sem framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brimi.

Gréta María Grétarsdóttir hefur óskað eftir að láta af störfum sem framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brimi.

Gréta María tók sæti í stjórn Arctic Adventures sumarið 2020. Þá var Gréta María framkvæmdastjóri Krónunnar en hún réð sig til Brims í febrúar á þessu ári.

Styrmir Þór Bragason hefur verið forstjóri Arctic Adventures frá miðju ári 2019.