Vil­hjálmur Birgis­son, for­maður Starfs­greina­sam­bandsins, segist ekki sjá annað en að það stefni í hörð átök á ís­lenskum vinnu­markaði í haust. Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, hefur á­hyggjur af hækkandi greiðslu­byrði fólks.

Peninga­stefnu­nefnd Seðla­bankans til­kynnti í morgun að stýri­vextir myndu hækka um eitt prósentu­stig. Verða vextir á sjö daga bundnum inn­lánum 4,75% en voru 3,75% áður. Stýri­vextir hafa hækkað nokkuð hratt síðustu mánuði en síðast hækkuðu þeir í byrjun maí­mánaðar úr 2,75% í 3,75%.

Vil­hjálmur Birgis­son tjáði sig um stýri­vaxta­hækkunina á Face­book-síðu sinni í morgun þar sem hann segir allt stefna í hörð átök í haust.

„Eitt er alla­vega alveg ljóst að ekki er hægt að leggja auknar á­lögur á launa­fólk, heimili og neyt­endur sem nemur tugum þúsunda á mánuði, án þess að launa­fólk bregðist harka­lega við,“ segir hann og nefnir dæmi máli sínu til stuðnings.

„Bara þessi 1% stýri­vaxta­hækkun getur aukið vaxta­byrði á 40 milljóna hús­næðis­láni á breyti­legum vöxtum um 33 þúsund á mánuði.“

Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, deilir þessum á­hyggjum og segir í sam­tali við Frétta­blaðið:

„Við trúðum að komið væri lág­vaxta­um­hverfi. Fólk tók ó­verð­tryggð lán með breyti­legum vöxtum og nú hækka mánaðar­legar greiðslur ört og dynja miklu harðar á mörgum en þegar flest heimili voru með verð­tryggð lán.“