Erlent

Greiða kven­kyns starfs­mönnum 43 prósent minna

Deloitte á Bretlandi greiðir 43,2 prósent minna til kvenkyns starfsmanna sinna en karlkyns. Stjórnvöld í Bretlandi hafa skikkað fyrirtæki að birta lista yfir launamun kynjanna þar sem 250 eða fleiri starfa.

Talsverður munur er á launum kynjanna hjá Deloitte í Bretlandi. Fréttablaðið/Getty

Deloitte á Bretlandi greiðir kvenkyns starfsmönnum sínum 43,2 prósent minna en karlkyns starfsmönnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins höfðu áður birt töluna 18,2 prósent, en í þeim voru laun hæst þénandi eigenda og hluthafa ekki tekin með í reikninginn.

Stjórnvöld á Bretlandi hafa farið fram á það við fyrirtæki þar sem 250 eða fleiri starfa, að birtar verði upplýsingar um það hvernig starfsfólki er greitt eftir kyni.

Deilt hefur verið um launagreiðslur hvaða starfsmanna skuli taka í reikninginn í þessum efnum. Þannig hafa hafa þeir eigendur sem hæst þéna verið undanteknir í birtingu gagna einstaka fyrirtækja.

Hafa þingmenn stærstu flokkanna tekið slík fyrirtæki á teppið og vinsamlegast skikkað þau til að birta öll gögn. Þannig sagði Nicky Morgan hjá Íhaldsflokknum að óásættanlegt væri að notfæra sér slíka gloppu og birta einungis þær upplýsingar sem best koma út.

„Þessar niðurstöður eru ágætis áminning á það að við erum ekki með nógu margar konur í stjórnunarstöðum – þetta snýst ekki um ójöfn laun, heldur stöðu fyrirtækisins,“ sagði Emma Codd, mannauðsstjóri hjá Deloitte í Bretlandi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

For­stjóri Audi hand­tekinn

Erlent

McDonald's segir skilið við plaströr

Erlent

Evrópski seðlabankinn hættir kaupum á skuldabréfum

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Ný­sköpunar­sjóður at­vinnu­lífsins og Mat­ís í sam­starf

Innlent

Hækkuðu um 18 prósent á fyrsta viðskiptadegi

Innlent

Sandra Hlíf ráðin fram­kvæmda­stjóri hjá Eik

Ferðaþjónusta

SAF fagnar hertu eftir­liti með gisti­starf­semi

Innlent

Hlutabréf Arion banka ruku upp

Innlent

Selja í Arion banka fyrir 39 milljarða

Auglýsing