Vinna við grænbók um kjarasamninga og vinnumarkaðsmál tekur lengri tíma en til stóð. Upphaflega átti að skila tillögum til forsætisráðherra í lok apríl í því skyni að hægt yrði að taka hana til umfjöllunar fyrir þinglok.

Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir að verkefnið hafi reynst umfangsmeira en áætlað var og þarfnist lengri tíma og meira samráðs. „Vinnunni miðar vel en ekki liggur fyrir að svo stöddu hvenær henni lýkur,“ segir hann við Markaðinn.

Henny Hinz, fyrrverandi aðalhagfræðingur ASÍ, er formaður nefndar um ritun grænbókarinnar. Aðrir í nefndinni eru Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður, og Elín Blöndal, aðjunkt við lagadeild Háskólans á Bifröst.

Í yf­ir­lýs­ingu um aðgerðir til stuðnings Lífs­kjara­samn­ing­un­um kom fram að stjórn­völd og heild­ar­sam­tök á vinnu­markaði myndu vinna að gerð græn­bók­ar um framtíðar­um­hverfi kjara­samn­inga og vinnu­markaðsmá­la.

Mark­miðið er að kort­leggja nú­ver­andi stöðu, varpa ljósi á reynsl­una af nú­gild­andi fyr­ir­komu­lagi og leggja fram skýrslu sem get­ur orðið grund­völl­ur að frek­ari umræðu og stefnu­mörk­un, að því er fram hefur komið í fréttum.