Rúmur mánuður er nú síðan eld­gos hófst í Geldinga­dölum á Reykja­nesi og er ó­hætt að segja að gosið hafi vakið heims­at­hygli. Þó nokkur fyrir­tæki í ferða­þjónustu hafa nú séð sér leik á borði og á­kveðið að nýta gosið til að lokka að er­lenda ferða­menn.

Eftir því sem bólusetningum COVID-19 vindur áfram víða um heim má gera ráð fyrir að fleiri muni ferðast heldur en síðastliðið ár og er víða gert ráð fyrir miklu ferðamannasumri.

Icelandair er þar engin undan­tekning og hefur auglýsingum sér­stak­lega verið beint að Banda­ríkja­mönnum, þar sem á­hugi þeirra á Ís­landi hefur stór­aukist. Um þessar mundir má finna stærðarinnar aug­lýsingu á Times Square þar sem gosið leikur aðal­hlut­verk.

„Við færum heiminum anda Ís­lands með stolti, og New York búar fá for­smekk af nýjasta og heitasta að­dráttar­afli Ís­lands,“ segir í aug­lýsingu Icelandair um málið.