Hagnaður Hofgarða ehf. nam 947 milljónum króna árið 2019. Félagið fjárfestir í hlutabréfum og öðrum verðbréfum, bæði í skráðum og óskráðum fyrirtækjum. Árið á undan nam hagnaður félagsins 180 milljónum króna.

Helstu eignir Hofgarða eru hlutabréf í skráðum íslenskum félögum svo sem í Marel hf. en gengisþróun þess félags var mjög hagstæð á árinu 2019.

Af óskráðum íslenskum fyrirtækjum má nefna Bláa lónið en Hofgarðar eiga 6 prósent í því félagi.

Heildareignir félagsins í lok árs 2019 námu um 2,7 milljörðum króna samkvæmt efnahagsreikningi, skuldir voru 151 milljón króna og eigið fé 2,5 milljarðar króna.

Eigandi Hofgarða er Helgi Magnússon. Félag í hans eigu á 82 prósent hlutafjár í Torgi sem meðal annars gefur út Fréttablaðið.