Gleðipinnar, rekstraraðilar Keiluhallarinnar og Hamborgarafabrikkunnar, hafa keypt ráðandi hlut í pizzastaðnum Blackbox í Borgartúni. 

Hinn nýja eigendahóp skipa því stofnendur staðarins, Karl Viggó Vigfússon og Jón Gunnar Geirdal, ásamt Jóhannesi Stefánssyni og fjölskyldu í Múlakaffi og Jóhannesi Ásbjörnssyni.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu en þar segir að markmið hins nýja eigendahóps sé að fjölga Blackbox pizzastöðum á næstu misserum og styrkja félagið til framtíðar. Þau verkefni verði leidd af Karli Viggó og Jóni Gunnari.  

Gleðipinnar ehf. á og rekur Keiluhöllina í Egilshöll og Shake&Pizza og á meirihluta í Hamborgara-fabrikkunni sem starfrækir þrjá veitingastaði.