Innlent

Gleðipinnar kaupa ráðandi hlut í Blackbox

Markmið hins nýja eigendahóps er að fjölga Blackbox pizzastöðum á næstu misserum.

Listamaðurinn Nonni Dead, var fenginn til að mála anda á veggi Blackbox. Fréttablaðið/Ernir

Gleðipinnar, rekstraraðilar Keiluhallarinnar og Hamborgarafabrikkunnar, hafa keypt ráðandi hlut í pizzastaðnum Blackbox í Borgartúni. 

Hinn nýja eigendahóp skipa því stofnendur staðarins, Karl Viggó Vigfússon og Jón Gunnar Geirdal, ásamt Jóhannesi Stefánssyni og fjölskyldu í Múlakaffi og Jóhannesi Ásbjörnssyni.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu en þar segir að markmið hins nýja eigendahóps sé að fjölga Blackbox pizzastöðum á næstu misserum og styrkja félagið til framtíðar. Þau verkefni verði leidd af Karli Viggó og Jóni Gunnari.  

Gleðipinnar ehf. á og rekur Keiluhöllina í Egilshöll og Shake&Pizza og á meirihluta í Hamborgara-fabrikkunni sem starfrækir þrjá veitingastaði. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Níu­tíu þúsund króna dag­sektir á fisk­vinnslu

Innlent

Júlíus Vífill fékk tíu mánaða skilorð

Innlent

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fjárfestir í Ankeri

Auglýsing

Nýjast

Laura Ashley lokar 40 verslunum í Bretlandi

Yfir 5 prósenta hækkun á bréfum Icelandair

Bankaráð vill frekari frest vegna Samherjamálsins

Þrjár til liðs við Samtök atvinnulífsins

Fjárfesta fyrir 6,2 milljarða króna í Alvotech

Veitinga­markaðurinn leitar jafn­vægis

Auglýsing