Innlent

Gleðipinnar kaupa pítsustað

Gleði­pinnar, rekstrar­aðilar Keilu­hallarinnar og Ham­borgara­fabrikkunnar, hafa keypt ráðandi hlut í pizza­staðnum Black­box í Borgar­túni. Hinn nýja eig­enda­hóp skipa því stofn­endur staðarins, Karl Viggó Vig­fús­son og Jón Gunnar Geir­dal, á­samt Jóhannesi Stefáns­syni og fjöl­skyldu í Múla­kaffi og Jóhannesi Ás­björns­syni.

Jóhannes, Karl Viggó og Jón Gunnar.

Gleði­pinnar, rekstrar­aðilar Keilu­hallarinnar og Ham­borgara­fabrikkunnar, hafa keypt ráðandi hlut í pítsu­staðnum Black­box í Borgar­túni í Reykja­vík. Nýjan eig­enda­hóp skipa því stofn­endur staðarins, Karl Viggó Vig­fús­son og Jón Gunnar Geir­dal, á­samt Jóhannesi Stefáns­syni og fjöl­skyldu í Múla­kaffi og Jóhannesi Ás­björns­syni. 

„Við fögnum því að fá til liðs við okkur öfluga aðila með mikla reynslu úr veitinga­geiranum. Frá upp­hafi hefur fram­tíðar­sýn Black­box verið mjög skýr og þessari sýn deila nýir hlut­hafar með okkur. Fram­undan er skemmti­legt ferða­lag og fjöl­breyttar Black­box fréttir væntan­legar,” segir Jón Gunnar Geir­dal, einn stofn­enda Black­box, í til­kynningu. 

Jóhannes Ás­björns­son tekur undir og segir að um sé að ræða spennandi vöru­merki sem hafi náð góðum árangri á skömmum tíma.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Marel hækkað um 29 prósent frá áramótum

Innlent

Ásgeir: „Bitnar verst á þeim sem síst skyldi“

Innlent

Bjarnheiður segir boðun verkfalla veruleikafirrta leikfléttu

Auglýsing

Nýjast

Skotsilfur: Línur að skýrast

ISI sameinar dótturfélög í Suður-Evrópu

Reiknað með 1,7 prósent hagvexti í ár

Laun myndu hækka um allt að 85 prósent

Dró upp „hryggðar­mynd“ og vísaði í Game of Thrones

Nova hefur prófanir á 5G-tækni

Auglýsing