Á­kveðnir veitinga­staðir Gleði­pinna koma til með að loka tíma­bundið og munu opnunar­tímar breytast í ljósi herts sam­komu­banns. “Við höfum reynt eftir fremsta megni að vera til staðar fyrir okkar við­skipta­vini í þessum að­stæðum og munum vera það á­fram,“ segir Jóhannes Ás­björns­son, tals­maður Gleði­pinna, í til­kynningu um málið.

Veitinga­staðir Gleði­pinna eru Saffran, Ham­borgara­fabrikkan, American Sty­le, Aktu Taktu, Eld­smiðjan, Keilu­höllin, Black­box, Shake&Pizza, Pítan, Roa­dhou­se og Kaffi­vagninn. Roa­dhou­se og Kaffi­vagninn loka frá og með deginum í dag en tveimur American Sty­le stöðum, einum Saffran stað og einum Eld­smiðju­stað verður haldið opnum. Í Keilu­höllinni og Shake&Pizza verður breyttur opnunar­tími. Öllum Aktu Taktu stöðum verður haldið opnum.

Skiptir máli að standa saman og halda gleðinni

Á­hersla hefur verið lögð á heim­sendingar með Hreyfli og á „take away“ en Hreyfill og Gleði­pinnar á­kváðu um síðustu helgi að hefja sam­starf varðandi heim­sendingar. „Leigu­bíl­stjórar, líkt og aðrir í þjóð­fé­laginu, hafa verið á­hyggju­fullir yfir stöðunni. Þetta sam­starf kom sér því afar vel fyrir okkur og fer kröftug­lega af stað,” segir Haraldur Axel Gunnars­son, fram­kvæmda­stjóri Hreyfils.

Þá hafa Gleði­pinnar gripið til ýmissa ráð­stafanna vegna far­aldursins en þeir hafa til að mynda boðið upp á að öll börn borði frítt á veitinga­stöðum þeirra. „Við höfum reynt að hugsa í skapandi lausnum og bregðast við á­standi sem breytist dag­lega. Það sem skiptir öllu núna er að standa saman og halda gleðinni,“ segir Jóhannes að lokum.