Nærri eitt þúsund manns munu líklega að missa vinnuna sína í kjöl­far þess að veitinga­húsa­keðja Jamie Oli­ver hættir rekstri. Greint er frá því á er­lendum miðlum í dag að fyrir­tækið KPMG hafi tekið yfir stjórn fyrir­tækisins.

Einn eig­anda Jamie‘s Italian á Ís­landi, Agnar Þór Fjeld­sted, segir að gjald­þrotið komi ekki til með að hafa nokkur á­hrif á staðinn sem rekinn er hér á landi með sama nafni, eða nokkra aðra staði sem eru reknir með sama sniði er­lendis.

„Þetta mun ekki hafa á­hrif á reksturinn á okkar stað eða annarra „franchise“ staða hjá Jamie‘s. Gjald­þrotið er á veitinga­stöðunum sem hann var að reka í Bret­landi en aðrir veitinga­staðir, hér á Ís­landi og annars staðar, munu halda á­fram rekstri,“ segir Agnar.

Agnar segir að gjald­þrotið hafi ekki á­hrif á mat­seðillinn með nokkrum hætti. Agnar festi kaup á staðnum í apríl á­samt þeim Tóm­asi Kristjáns­­syni, Sig­rúnu Guð­munds­dótt­ur, Inga Þór Ing­ólfs­­syni og Sig­­tryggi Gunn­ars­­syni. Þau keyptu staðinn af þeim Gunn­­steini Helg Maríus­yni og Ró­berti Óskari Sig­ur­valda­­syni sem eru eig­endur Burro, Pablo discobar og Miami. Þeir höfðu átt staðinn í rúm­­lega hálft ár.

Verður rekin með sama sniði

Agnar segir að nýr eig­enda­hópur stefni á að halda rekstri staðarins með sama sniði en að á sama tíma sé margt nýtt í vændum.

„Við ætlum að halda á­fram með Jamie‘s itali­an og gera það með stæl. Við ætlum að efla veislu­salinn á Hótel Borg. Svo erum við að opna nýjan stað í Póst­hús­stræti þar sem Nora Magasin, Ís­lenski barinn og Kaffi­brennslan voru áður til húsa og þar erum við að opna skemmti­legan stað sem að opnar vonandi bráð­lega. Við ætlum að fara með þann stað svona í gamla farið og „back to basics,“ segir Agnar Þór að lokum.

Alls verður 23 veitinga­stöðum sem bera nafn Oli­vers í Bret­landi lokað, auk veitinga­staðanna Fift­een og Bar­becoa í London og Jamie’s Diner á Gatwick flug­velli.

„Ég er veru­lega sorg­mæddur yfir þessari út­komu og myndi vilja þakka öllu starfs­fólki okkar og birgða­sölum okkar sem hafa sett hjarta sitt og sál sína í þennan rekstur í meira en ára­tug. Ég kann að meta hversu erfitt þetta er fyrir alla sem þetta hefur á­hrif á,“ sagði Jamie Oli­ver í við­tali við Guar­dian.

Þar greindi hann einnig frá því að þau hafi opnað staðinn árið 2008 með þeim til­gangi að bæta veitinga­húsa­menninguna í Bret­landi með því að betri hrá­efnum og með því að huga að dýra­vel­ferð. Eig­endur staðarins hafa undan­farna mánuði leitað að nýjum kaup­endum eftir að Oli­ver á­kvað að selja sinn hluta. Tals­vert tap var á síðasta ári en þá þurfi að loka 12 veitinga­stöðum og reka um 600 manns. Keðjunni var rétt svo bjargað frá gjald­þroti í fyrra þegar Oli­ver setti sjálfur 13 milljónir punda í reksturinn af sínu eigin fé.