Innlent

Gísli hættir hjá GAMMA

Gísli Hauksson, fyrrverandi forstjóri GAMMA og annar stofnenda þess, hefur látið af störfum. Engar breytingar verða á hluthafahópi félagsins.

Gísli Hauksson á tæplega 31 prósent hlut í GAMMA. Fréttablaðið/GVA

Gísli Hauksson, annar stofnenda GAMMA Capital Management og hluthafi þess, hefur látið af störfum hjá fyrirtækinu. Í tilkynningu af vefsíðu GAMMA kemur fram að engar breytingar verði á hluthafahópi, en Gísli á um 31 prósent hlut í félaginu í gegnum Ægi Invest.

Gísli var annar stofnenda GAMMA fyrir tíu árum og hefur búsettur erlendis síðan 2015 þar sem hann hefur leitt uppbyggingu á erlendri starfsemi félagsins. Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA, mun fyrst um sinn hafa yfirumsjón yfir starfsemi fyrirtækisins í New York og London.

Valdimar Ármann er forstjóri GAMMA. Fréttablaðið/Stefán

„Ég læt nú af störfum hjá félaginu sem ég stofnaði fyrir um 10 árum og hefur átt hug minn allan þann tíma. Á þessum tímamótum við 10 ára afmæli félagsins er gott tilefni til að breyta til og mun ég einbeita mér í ríkara mæli að öðrum verkefnum, m.a. eigin fjárfestingum og fjölskyldunnar, stjórnarsetu í fyrirtækjum og verkefnum á sviði menningarmála. Ég verð áfram stærsti einstaki hluthafi GAMMA og mun styðja við frekari vöxt og viðgang félagsins. Rekstur félagsins er í góðum höndum samstarfsmanna til margra ára og veit ég að GAMMA verður áfram í fremstu röð fjármálafyrirtækja,“ segir Gísli í tilkynningu á vef félagsins.

„Samstarfsfólk GAMMA þakkar Gísla fyrir samstarfið og forystuna undanfarinn áratug. Það er eftirsjá að honum úr rekstrinum en líka skilningur á því að hann vilji breyta til. Framundan eru spennandi tímar hjá GAMMA þar sem stoðir fyrirtækisins verða treystar enn frekar og ýmis stór verkefni verða leidd til lykta,“ segir Hlíf Sturludóttir, stjórnarformaður GAMMA.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Fé­lags­bú­staðir gefa út sam­fé­lags­skulda­bréf

Innlent

Sumir telji að Icelandair sitji eitt að markaðnum

Innlent

Krist­rún Tinna ráðin til Ís­lands­banka

Auglýsing

Nýjast

Við­ræðurnar loka­til­raun til að bjarga WOW

Icelandair Group hækkar um meira en fjórðung

Icelandair Group hefur viðræður við WOW air

Tekjur Isavia jukust um tíu prósent á milli ára

Nær helmingur við­skipta­krafna ISAVIA er gjald­fallinn

Ingi­mundur lætur af for­mennsku ISAVIA

Auglýsing