Gina Tricot er Ís­lendingum að góðu kunn en fyrsta verslunin var opnuð í Gauta­borg árið 1997 og eru nú um 150 verslanir stað­settar í Sví­þjóð, Dan­mörku, Finn­landi og Þýska­landi. Ný verslun bætist nú við á Ís­landi í gegnum um­boðs­samning við Lóu D. Kristjáns­dóttur og Albert Þór Magnús­son sem hafa nú rekið Lindex vöru­merkið hér á landi í yfir ára­tug.

„Þegar tæki­færi bauðst að gefa Ís­lendingum mögu­leika á að upp­lifa tísku­vöru­merkið Gina Tricot urðum við strax á­huga­söm og hefur það verið sér­lega á­nægju­legt að undir­búa komu Gina Tricot til Ís­lands. Við erum full til­hlökkunar til fram­tíðarinnar hér á Ís­landi,“ segir Lóa Dag­björt Kristjáns­dóttir, um­boðs­aðili Gina Tricot á Ís­landi.

Hluti vöru­línu Gina Tricot hefur verið að­gengi­leg í gegnum vef­síðu noomi.is síðan 2019 en með samningi við eig­endur tekur um­boðs­samningur við sem tryggir að vöru­merki Gina Tricot verður nú að fullu gerð skil með net­verslun sem opnar um miðjan mars og verslun sem opnar síðar á árinu með heildar­vöru­línu Gina Tricot.

Aðsend mynd

Gina Tricot segist leggja mikla á­herslu á sam­fé­lags­lega á­byrgð og er meðal annars virkur þátt­takandi sjálf­bærari tísku­iðnað. Fyrir­tækið endur­nýtir meðal annars eldri flíkur í sam­starfi við hönnuði úr hönnunar­há­skólanum í Borås undir merkjum ”rema­ke-design”. Gina Tricot er einnig sam­starfs­aðili UN Wo­men, UNICEF og Al­heims­sjóð fyrir náttúruna, á­samt því að fram­leiða vörur undir vottunum svans­merkisins (e. The Nor­dic Swan Ecola­bel) og GOTS (e. Global Organic Texti­le Standard) sem tryggir notkun 100% líf­rænnar bóm­ullar.

„Við erum stöðugt að leitast við að bæta okkur og verða betri með sjálf­bærum hætti. Upp­bygging Gina Tricot hefur leitt til þess að nú er Ís­land að bætast við, sem fyrir okkur er afar spennandi. Í sam­vinnu við okkar um­boðs­aðila erum við himin­lifandi að opna dyr Gina Tricot fyrir okkar við­skipta­vini á Ís­landi,“ segir Ted Boman, for­stjóri Gina Tricot AB.