Í nýrri far­þega spá Isavia er gert ráð fyrir því að alls muni á þessu ári fara 5,7 milljónir far­þega um Kefla­víkur­flug­völl sem er um 79 prósent af þeim fjölda sem fór um völlinn árið 2019, fyrir heims­far­aldur Co­vid.

Gert er ráð fyrir að endur­heimtin í fjölda far­þega yfir há­sumarið og fram á haust verði 93 prósent í júlí, 91 prósent í ágúst og 98 prósent í septem­ber. Þá verði far­þegar sem fara um Kefla­víkur­flug­völl í októ­ber­mánuði í ár nærri 700 fleiri en sama mánuð 2019.

Í til­kynningu frá Isavia kemur fram að far­þega­spáin sé sú fyrsta sem er gerð frá upp­hafi Co­vid-19 og að hún sé unnin í sam­ráði við not­endur flug­vallarins.

„Isavia hefur ekki gefið út far­þega­spá frá því fyrir Co­vid-19 vegna þeirrar miklu ó­vissu sem ríkt hefur,“ segir Grétar Már Garðars­son, for­stöðu­maður flug­fé­laga og leiða­þróunar hjá Isavia, í tilkynningu og bætir við: „Endur­heimtin er hraðari en við bjuggumst við fyrr á þessu ári.“

Tengifarþegar 73 prósent af því sem var 2019

Rætist þessi spá verður fjöldinn 162 prósentum meiri en í fyrra. Þá er einnig á­ætlað að tengi­far­þegar verði tæp 73% af því sem var árið 2019. Tvö fé­lög bjóða nú upp á tengi­flug milli Evrópu og Norður-Ameríku um Kefla­víkur­flug­völl. Auk Icelandair hóf Play flug vestur um haf í apríl. Far­þega­spáin gerir ráð fyrir að tengi­far­þegar verði tæp­lega 1,5 milljónir fyrir allt árið 2022 en þeir voru rétt rúmar 2 milljónir 2019 og 350 þúsund í fyrra.

„Sam­kvæmt far­þega­for­sendum sem við gerðum í byrjun febrúar var út­lit fyrir að heildar­fjöldi far­þega um Kefla­víkur­flug­völl yrði tæpar 4,6 milljónir. Nú hefur sú tala hækkað um ríf­lega eina milljón,“ segir Grétar.

Heimurinn er að opnast eftir heims­far­aldurinn og ferða­þjónustan að vakna eftir erfitt tíma­bil

Flug­fé­lögin sem fljúga til og frá Kefla­víkur­flug­velli í sumar verða 24 talsins saman­borið við 25 flug­fé­lög sumarið 2019. Þá eru á­fanga­staðirnir nú í sumar 75 en voru 80 sumar­mánuðina 2019. Að sögn Grétars gerir Isavia geri ráð fyrir að fjöldi ferða­manna á Ís­landi í ár verið á bilinu 1,4 til 1,5 milljónir. Fyrri for­sendur gerðu ráð fyrir 1,2 milljón far­þegum.

„Heimurinn er að opnast eftir heims­far­aldurinn og ferða­þjónustan að vakna eftir erfitt tíma­bil,“ segir Grétar.

„Við hjá Isavia erum bjart­sýn fyrir sumarið og á fram­tíðina. Árið 2022 endur­heimtum við ferða­gleðina. Þetta verður líka eitt mesta fram­kvæmda­ár í sögu Kefla­víkur­flug­vallar. Við erum að stækka og bæta flug­stöðina til að geta enn betur tekið á móti ferða­fólki til fram­tíðar.“