Innlent

Georg keypti íbúðir metnar á þrjá milljarða

Georg Gíslason hefur keypt leigufélagið Velli 15 sem á um 180 íbúðir sem metnar eru á um þrjá milljarða í bókum félagsins.

​Vellir 15 á um 180 íbúðir en um 70 prósent þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Daníel

Georg Gíslason hefur keypt leigufélagið Velli 15 sem á um 180 íbúðir sem metnar eru á um þrjá milljarða í bókum félagsins. Seljendur voru ODT Ráðgjöf, sem er í eigu Ólafs D. Torfasonar, stofnanda Íslandshótela, með 58 prósenta hlut og Íslandshótel með 42 prósenta hlut, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Georg er bróðir Rúriks, landsliðsmanns í knattspyrnu en hann fjárfesti einsamall í leigufélaginu. Hann hefur um árabil rekið fyrirtækið Vegamálun sem málar merkingar á vegi og götur.

Georg og Rúrik Gíslasynir eru bræður. Fréttablaðið/Getty

Vellir 15 á um 180 íbúðir en um 70 prósent þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu, einkum í Vallahverfinu í Hafnarfirði, að því er fram kom í Markaðnum í haust. Samkvæmt ársreikningi voru fasteignir félagsins metnar á 3,1 milljarð króna árið 2017 og eigið fé var 960 milljónir króna. 

Eiginfjárhlutfallið var 30,5 prósent. Tekjurnar jukust um fjórðung á milli ára og námu 211 milljónum króna. Vöxtinn má rekja til kaupa á tveimur fasteignafélögum. Vellir 15 tapaði 34 milljónum í fyrra og 29 milljónum árið áður. Fyrirtækjaráðgjöf Kviku annaðist söluna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Heilbrigði verður að vera smá nautn

Innlent

Hagnaður TM dróst saman um 78 prósent

Innlent

Afkoma af fjárfestingum Sjóvár undir væntingum

Auglýsing

Nýjast

Sakfelldir í Icelandair-innherjamáli

Heimilin halda að sér höndum

Skotsilfur: Ofsinn

Magnús Óli endurkjörinn formaður FA

Seldi Íslendingum fasteignir á Spáni fyrir 1,2 milljarða

Arion lækkaði um 2,6 prósent í kjölfar uppgjörs

Auglýsing