Erlent

Gengisfall gerir bankana berskjaldaða

Gengi tyrknesku lírunnar hefur fallið hratt gagnvart helstu gjaldmiðlum heims undanfarið. Fréttablaðið/Getty

Fjármálaeftirlit evrusvæðisins hefur vaxandi áhyggjur af því hve berskjaldaðir stærstu bankar álfunnar, sér í lagi BBVA, UniCredit og BNP Paribas, eru fyrir gengisfalli tyrknesku lírunnar.

Gengi lírunnar hefur sem kunnugt er lækkað um meira en 40 prósent gagnvart gengi Bandaríkjadalsins það sem af er árinu. Gjaldmiðillinn hrundi um allt að 18 prósent í verði fyrr í dag eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti boðaði hærri tolla á innflutt ál og stál frá Tyrklandi.

Í frétt Financial Times segir að sameiginlegt fjármálaeftirlit evrusvæðisins - SSM - hafi á undanförnum mánuðum skoðað með nánari hætti en áður tengsl evrópskra banka við Tyrkland. Sérfræðingar eftirlitsins telja stöðuna þó ekki beinlínis hættulega, enn sem komið er, en þeir hafa hins vegar vaxandi áhyggjur af þróun mála í landinu. Þannig telja þeir að spænski bankinn BBVA, hinn ítalski UniCredit og franski BNP Paribas séu sérstaklega berskjaldaðir gagnvart hræringum á tyrkneskum fjármálamörkuðum, en bankarnir þrír eru umsvifamiklir í Tyrklandi.

Fjármálaeftirlitið segist meðal annars hafa áhyggjur af því að tyrkneskir lántakar séu ekki varðir fyrir gjaldeyrisáhættu og muni lenda í vanskilum með afborganir af lánum í erlendri mynt, en slík lán eru um 40 prósent af eignum tyrkneska bankakerfisins.

Hlutabréf í BBVA og UniCredit lækkuðu í dag um meira en fimm prósent í verði og þá féllu bréfin í BNP Paribas um fjögur prósent.

Tyrkneska fjármálaráðuneytið sagði í gær að bankakerfi landsins stæði styrkum fótum. Eiginfjárkröfur hefðu til að mynda verið hertar. Það væri mat eftirlitsstofnana landsins að gengissveiflur eða lausafjárhætta ógnuðu ekki stöðu bankakerfisins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Spáir gjald­þrotum flug­fé­laga í vetur

Erlent

Mesta dagshækkun í meira en tvö ár

Erlent

Minni hagnaður Ryanair

Auglýsing

Nýjast

Sam­keppnis­yfir­völd harð­orð í garð Isavia

Festi hækkar afkomuspá sína

Úr­vals­vísi­talan lækkaði og krónan veiktist

WOW til Vancouver

Erfitt að taka þátt í „þessari svo­kölluðu byltingu“

Erlend félög fælast mikinn kostnað

Auglýsing