Garðar Óli Ágústs­son og Margrét Stefáns­dóttir hafa verið ráðin til Vinn­vinn en ráðningar­þjónustan Vinn­vinn fagnar um þessar mundir tveggja ára af­mæli sínu.

,,Sam­keppni um hæft starfs­fólk hefur aldrei verið meiri og ljóst að eftir­spurn vinnu­markaðarins eftir vönduðum ráðningum og fag­legu ráðninga­ferli er að aukast í því sí­breyti­lega um­hverfi sem at­vinnu­lífið stendur frammi fyrir. Má þar nefna sjálf­virkni­væðingu, sjálf­bærni, kyn­slóða­skipti á vinnu­markaði og frekari tæki­færi til vaxtar. Með fjölgun ráð­gjafa hjá Vinn­vinn mætum við þessari eftir­spurn en sér­hæfing Vinn­vinn felur meðal annars í sér stjórn­enda- og sér­fræði­ráðningar og ráðningar fyrir hið opin­bera,“ segir Jensína K. Böðvars­dóttir fram­kvæmda­stjóri Vinn­vinn.

Garðar Óli er með B.Sc. gráðu í í­þrótta­fræði frá Há­skólanum í Reykja­vík og út­skrifaðist með meistara­gráðu í rekstri og stjórnun í­þrótta­fé­laga frá Mold­e Uni­versity í Noregi árið 2021. Meistara­verk­efni Garðars fól í sér út­tekt á stjórnunar­háttum í­þrótta­sam­banda á Ís­landi en áður starfaði Garðar við rann­sóknar­vinnu og gagna­greiningu hjá Há­skólanum í Reykja­vík og við verk­efna­stjórn og markaðs­setningu hjá Ung­menna­fé­laginu Fjölni.

Margrét Stefáns­dóttir er með BA gráðu í mann­fræði frá Há­skóla Ís­lands og út­skrifaðist með meistara­gráðu í International Relations frá Notting­ham Uni­versity í Eng­landi árið 2009. Margrét starfaði áður sem mann­auðs- og gæða­stjóri menningar- og við­skipta­ráðu­neytis en þar áður sem mann­auðs- og gæða­stjóri hjá at­vinnu­vega- og ný­sköpunar­ráðu­neytinu. Þá starfaði Margrét áður sem Qu­ality Agreement Specialist hjá Acta­vis.