Fjár­hags­á­ætlun Garða­bæjar fyrir árið 2023 var sam­þykkt á bæjar­stjórnar­fundi í gær og voru á­ætlanir fyrir árin 2024, 2025 og 2026 jafn­framt lagðar fram.

Almar Guð­munds­son, bæjar­stjóri Garða­bæjar, segir að fjár­hags­á­ætlun bæjarins leggi á­herslu á á­byrgan rekstur og sterka fjár­hags­stöðu annars vegar og fram­sækna upp­byggingu þjónustu og inn­viða hins vegar.

„Staðan hefur verið góð í Garða­bæ og við búum við fjár­hags­legt svig­rúm til að sækja fram og fjár­festa í mann­auði og mann­virkjum. Bæjar­búar eiga von á því að njóta á­fram góðrar þjónustu um leið og á­lögum er haldið í lág­marki,“ segir Almar.

Í fjár­hags­á­ætluninni er á­hersla lögð á endur­bætur á hús­næði og lóðum sveitar­fé­lagsins. Fram­lög til endur­bóta skóla­hús­næðis, í­þrótta­mann­virkja og skóla­lóða verða einnig þre­földuð milli ára. Fram­kvæmdir munu halda á­fram svo sem upp­bygging 2. á­fanga Urriða­holts­skóla og byggingu nýs leik­skóla við Holts­veg í Urriða­holti.

Fast­eigna­gjöld á íbúa koma til með að lækka í 0,166 prósent og munu vatns- og hol­ræsa­gjöld einna lækka á árinu 2023. Gjald­skrá bæjarins hækkar um 7 prósent og út­svar helst ó­breytt í 13,7 prósent. Fram­lög til sumar­frí­stundar barna verða stór­aukin og lögð verður á­hersla á for­varnir í starfi fé­lags­mið­stöðva. Einnig verður settur á lag­girnar sér­stakur þróunar­sjóður fyrir skapandi greinar.

Á­ætlunin verður kynnt á opnum fundi 6. desember nk. og verður fundurinn einnig í streymi á vef­síðu Garða­bæjar.