Sjóður á vegum GAMMA, dótturfélags Kviku banka, hefur selt endurvinnslufélagið Hringrás. Kaupandinn er Hópsnes sem er í svipuðum rekstri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu sem hefur heimilað kaupin.

Gamma credit opportunity fund tók yfir Hringrás í ársbyrjun 2017 þegar fyrri eigandi varð gjaldþrota. tapaði 154 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi félagsins og eigið fé var neikvætt um 63 milljónir króna í lok síðasta árs.

Hringrás endurvinnur brotajárn og tekur við spilliefnum. Athafnasvæði félagsins er að Klettagörðum 9 í Reykjavík, en auk þess rekur félagið móttökustöðvar á  Akureyri og Fjarðarbyggð. Hjá fyrirtækinu störfuðu 47 manns á síðasta ári. Tekjur Hringrásar námu rúmum 2 milljörðum króna á árinu 2018.

Starfsemi Hópsness felst meðal annars í útleigu og losun á ruslagámum til fyrirtækja á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu og vöruflutningum milli Grindavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Þá á félagið æranlegan kurlara sem kurlar timbur, gróður og garðaúrgang og plastkör fyrir sorpvinnslur. Samkvæmt samrunaskrá er um láréttan samruna að ræða að mati samrunaaðila

Hluthafar Hópsness eru Efranes ehf. með 31,8 prósenta eignarhlut, Klettaskjól ehf. með 36,3 prósenta eignarhlut og Kristín Edvardsdóttir með 31,8 prósenta eignarhlut.