Galtalækjarskógur hefur verið auglýstur til sölu á 200 milljónir króna. Landið komst í eigu þrotabús Steingríms Wernerssonar við nauðungarsölu síðastliðið haust.

Skógurinn er rúmlega 84 hektara náttúruperla sem liggur meðal annars að Ytri Rangá við rætur Heklu. Galtalækjaskógur var landsþekkt tjald- og útivistasvæði á sínum tíma og þekktur til margra ára sem hátíðarstaður bindindismanna um verslunarmannahelgar.

Bindindissamtökin I.O.G.T. seldur félagi í eigu bræðranna Karls Emils Wernerssonar og Steingríms Wernerssonar landið árið 2007.

Þekkt útivistarsvæði

Gott útsýni er frá svæðinu m.a. til Heklu. Landið er allt vel gróið. Galtalækjaskógur var landsþekkt tjald- og útivistasvæði á sínum tíma og svæðið býður upp á margvíslega möguleika. Í skóginum eru margar fallegar gönguleiðir.

Töluvert er af byggingum eru á landinu í misjöfnu ástandi. Þær helstu eru landvarðarhús, 250 fermetra timburhús á steyptri plötu, veitingasalan Merkihvoll 245 fermetrar, Hekla útiskemma 200 fermetrar og Múli sumarhús 54 fermetrar.

Margir hafa átt góðar stundir um verslunarmannahelgi á bindindismóti í Galtalæk
Mynd/Myndasafn Fréttablaðsins