SpaceX skaut fjórum almennum borgurum á loft með Falcon 9 eldflaug sinni í gær.

Þetta geimskot markar tímamót í geimsögunni en þau Hayley Arceneaux, Christopher Sembroski, Sian Proctor og Jared Isaacman eru fyrstu túristarnir til að vera sendir út í geim í sportbraut um jörðina. Sá síðastnefndi, auðjöfurinn Isaacman, fjármagnaði ferðina.

Christopher Sembroski, Sian Proctor, Jared Isaacman og Hayley Arceneaux.

„Áhöfn Inspiration 4 átti ótrúlegan fyrsta dag í geimnum. Þau hafa þegar farið 15 hringi i kringum jörðin,“ segir í yfirlýsingu á Twitter síðu Inspiration 4, sem er nafnið á verkefninu.

Space X notaði Crew Dragon geimfarið til að hýsa fjórmenninga, en sama geimfar var notað til að flytja geimfara Robert Behnken og Douglas Hurley til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í fyrra, sem var fyrsta mannaða geimskot Bandaríkjana í tæpan áratug.

Var Jeff Bezos ekki á undan?

Þrátt fyrir að geimskot Jeff Bezos og þriggja almennra borgara hafi verið á undan SpaceX þá fór geimflaug Blue Origin ekki hærra en 80 km og þar með ekki út fyrir Kárman línuna svokölluðu, þar sem lofthjúpur jarðar endar og geimurinn byrjar.

Crew Dragon flaugin fór upp í 575 km hæð, lengra en Alþjóðlega geimstöðin og eru því fjórmenningarnir óumdeilanlega fyrstu túristarnir úti í geim.

Frá geimskoti SpaceX í gær.
Fréttablaðið/Getty images