Ástralska flug­fé­lagið Qantas mun á næstu dögum gera til­raunir með lengsta far­þega­flug veraldar, á milli New York í Banda­ríkjunum og S­yd­n­ey í Ástralíu en flugið er alls ní­tján tímar.

Ekkert flug­fé­lag hefur nokkurn tímann flogið svo langt en for­svars­menn flug­fé­lagsins vonast til að breyting verði þar á nú. Á morgun munu tuttugu manns fljúga með Boeing 787-9 flug­vél á milli borganna tveggja. Enginn mun borga því í raun og veru er um að ræða til­rauna­dýr.

For­svars­menn flug­fé­lagsins segjast með þessu flugi vilja safna göngum um líðan á­hafnar og far­þega í svo langri flug­ferð. Flug­fé­lagið hyggst fljúga með far­þega á milli London, New York og ástralskra borga á austur­strönd Ástralíu líkt og Bris­bane og Sid­n­ey.

Til­raunin verður gerð í sam­starfi við há­skólann í S­yd­n­ey og verður meðal annars fylgst með svefni far­þega, sem að mestu eru starfs­menn Qantas. Verður þar til búnum mæli­tækjum komið fyrir á far­þegunum. Þá verður einnig fylgst með vel­líðan flug­manna á meðan fluginu stendur.

Í til­kynningu frá flug­fé­laginu kemur fram að um sé að ræða síðasta flug­legg veraldar sem maðurinn eigi eftir að beisla. Tekin verður endan­leg á­kvörðun um hvort flogið verði á­ætlunar­flug á mili borganna í desember á þessu ári.