Veitinga­staðurinn Viking Kebab sem rekinn er í Engi­hjalla í Kópa­vogi opnar fyrir helgi annað „úti­bú“ á Kefla­víkur­flug­velli þegar þau opnuðu fyrsta Kebab-sjálf­salann á Ís­landi.

Ma­ciek Strozynski, eig­andi Viking-Kebab, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að vel hafi gengið frá því að sjálf­salinn opnaði fyrir helgi. Hann fari um þrisvar á dag til að fylla á og að nú geti bæði gestir og starfs­menn flug­vallarins geti fengið heitan kebab hve­nær sem er sólar­hrings á flug­vellinum. Ma­ciek bjó sjálf­salann sjálfur til.

„Kebab-bátarnir eru í kæli inni í vélinni og svo þegar pantaður er kebab þá fer hann í grill og er hitaður þar. Eftir fjórar mínútur þar færður svo heitan og fínan kebab-bát,“ segir Ma­ciek í sam­tali við Frétta­blaðið í dag.

Hann segir að það fylgi sjálf­salanum nokkuð við­hald, auk þess sem það verður að fylla á nokkrum sinnum á dag.

„Ég fer þangað þrisvar á dag til að fylla á,“ segir Ma­ciek.

Ma­ciek Strozynski með kebab sjálfsalanum.
Mynd/Viking Kebab

Tók eitt ár að byggja vélina

Hann segir að vélin sé fyrsta sinnar tegundar á flug­vellinum og að um sé að ræða prótó­týpu. Hann hafi ekki tekið á­kvörðum um hvort fleiri slíkar verði settar upp því hann vilji fyrst sjá hvernig gangi með þetta.

„Það kostaði um 3,5 milljónir að byggja vélina þannig ég verð að sjá hvernig gengur áður en ég byggi aðra. Það tók mig um eitt ár að byggja vélina og svo beið ég í sjö mánuði eftir leyfi frá flug­vellinum,“ segir Ma­ciek.

Þá skal einnig tekið fram að um er að ræða tilraunaverkefni til sex mánaða. Markmið verkefnis er að kanna viðtökur gesta og starfsmanna flugvallarins við heitum mat úr sjálfsala. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var ákveðið að ráðast í þetta tilraunaverkefni því flugvöllurinn sá tækifæri í því að kanna eftirspurn eftir lausn eins og þessari.

Hann segir að við­brögðin hafi verið mjög góð.

„Það er heitur matur allan sólar­hringinn,“ segir Ma­ciek að lokum.

Hér má sjá hvar vélin er staðsett á flugvellinum.
Mynd/Viking Kebab

Fréttin hefur verið leiðrétt klukkan 16:43. Einnig er hægt að fá heitan mat allan sólarhringinn í verslun 10-11 á flugstöðinni og er um að ræða tilraunaverkefni til sex mánaða.