Fyrsta flug­vél flug­fé­lagsins Play kemur til landsins í dag frá Banda­ríkjunum en þar var hún í yfir­halningu. Vélin flýgur í lág­flugi yfir Reykja­víkur áður en hún lendir í Kefla­vík.

Birgir Jóns­son, for­stjóri Play, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að hægt verði að sjá vélina vel til dæmis við Reykja­víkur­höfn og við Perluna. Á­ætlað er að vélin verði í lág­flugi yfir borginni á milli þrjú og fjögur, en lík­lega nær fjögur að sögn Birgis.

„Hún tekur hringi yfir borginni og lendir svo í Kefla­vík,“ segir Birgir.

Önnur þota fé­lagsins kemur til landsins fyrir lok mánaðarins og sú þriðja í júlí.

„Fyrsta flugið er svo á fimmtu­daginn í næstu viku. Það er allt að gerast,“ segir Birgir hress.