Rafs­kútu­leigan Hopp opnaði form­lega í dag. Að leigunni standa þeir Ægir Þor­steins­son, Ei­ríkur Nils­son og Ragnar Þór Val­geirs­son. Alls er 60 rafs­kútur, eða raf­hlaupa­hjól, að ræða sem verður hægt að leigja innan þjónustu­svæðisins.

„Þetta er sam­bæri­legt því sem þekkist er­lendis. Þú nærð í Hopp-appið og skráir þig inn. Þar geturðu skannað QR kóða á rafs­kútunni til að af­læsa henni. Svo getur þú farið þína ferð og leggur skútunni eins og reið­hjóli þar sem þú lýkur ferðinni og tekur mynd til að tryggja að skútan sé ekki fyrir öðrum veg­far­endum. Svo greiðir þú fyrir þá ferð,“ segir Ægir Þor­steins­son í sam­tali við Frétta­blaðið í dag.

Hann segir að víða er­lendis hafi það verið reynslan að fólk hafi skilið rafs­kúturnar eftir þannig að þær séu í vegi fyrir öðrum veg­far­endum. Honum hafi verið mikið í mun um að koma í veg fyrir það og því bætt einu skrefi við ferlið þar sem tekin er mynd af þeirri stað­setningu sem hjólið er skilið eftir á.

„Mér fannst mikil­vægt að bæta því við þessum „fídus“ að láta fólk taka mynd þegar ferðinni er lokið. Það er ekki komið í öppin öll er­lendis, en þar sem það er komið hefur það reynst vel til að fá fólk til að hugsa út í það hvort það sé að skilja vel við rafs­kúturnar,“ segir Ægir.

Hann segir að inni í appinu sé að finna leið­beiningar um hvernig eigi að leggja og þær séu að­gengi­legar í hvert skipti sem fólk leggi hjólinu.

Í appinu má sjá hvar næstu rafskútur eru staðsettar.
Skjáskot/Hopp

Mínútan á 30 krónur

Kostnaði við að leigja rafs­kúturnar er haldið í lág­marki að sögn Ægis. 100 krónur kostar að af­læsa rafs­kútunni og svo greiðir leigjandi 30 krónur fyrir hverja mínútu sem hann hefur hjólið í leigu.

„Al­gengast er að fólk sé í fimm til tíu mínútur. Það er um 2-400 krónur,“ segir Ægir.

Há­marks­hraði hjólanna er 25 kíló­metra klukku­stund, sem er í sam­ræmi við lög. Ægir segir að rafs­kúturnar séu af annarri kyn­slóð slíkra hjóla eða skúta. Líf­tími þeirra sé mikill og því séu skúturnar um­hverfis­vænn kostur.

„Þetta er önnur kyn­slóð af þessum rafs­kútum sem fæst ekki endi­lega út í búð á Ís­landi. Okkar helsta mark­mið er að bjóða upp á um­hverfis­væna farar­máta og okkur fannst ekki um­hverfis­vænt að fara beint í fyrstu kyn­slóðina sem endist að­eins í nokkra mánuði. Það er ekki mjög um­hverfis­vænt. Þetta hjól er með góðan líf­tíma. Það er hægt að skipta um hvern og einn hlut í hjólinu,“ segir Ægir.

Fólk prófaði rafskúturnar í miðborginni í dag.
Fréttablaðið/Anton Brink

Eigi að þola íslenskt veðurfar

Hann segir að rafs­kúturnar eigi að þola vel ís­lenskt veður­far en tekur fram það verði að meta eftir því sem tímanum líður hvort að, sem dæmi, þær verði teknar úr um­ferð þegar færðin er slæm.

„Þær eiga alveg að þola veðrið, en við ætlum að sjá hvernig að­stæður verða og svo munum við ef­laust loka þjónustunni á þeim dögum sem að ekki er færð og öruggt að nota rafs­kúturnar,“ segir Ægir.

Aldrei langt í næsta hjól

Þjónustu­svæðið er, eins og staðan er í Grandi, mið­bær og há­skóla­svæðið og upp að Kringlu­mýrar- og Miklu­braut. Sé hjól skilið eftir utan þess svæðis er greitt auka­gjald fyrir það.

„Á­stæðan fyrir svæðinu er þétt­leiki og að þú vitir að það er aldrei langt í næsta hjól. En hins vegar, ef þú vilt fara utan þjónustu­svæðis, þá máttu það, svo lengi sem þú endar ferðina innan svæðis. Auð­vitað má fólk fara alla leið upp í Breið­holt eða annað, en þá er lagt á 3000 króna gjald sem er kostnaður okkar að sækja skútuna og færa það aftur inn á þjónustu­svæði,“ segir Ægir.

Hann segir að á­ætlanir séu um að stækka þjónustu­svæðið smám saman.

Önnur kynslóð sé öruggari

Hvað varðar öryggi við notkun segir á heima­síðu Hopp að rafs­kútan sé með há­þróað bremsu­kerfi sem tryggir að far­þegar geti ferðast þægi­lega og stjórnað hraðanum með öryggið í fyrir­rúmi. Þar að auki séu demparar að framan til að gera ferðina enn mýkri. Mælt er sér­stak­lega með því að nota hjálm þegar hjólin eru keyrð til að tryggja öryggi.

„Það hafa verið svo­lítið af slysum, eins og á hjólum og öðru, en græjurnar hafa líka verið fyrstu kyn­slóðar. Það eru ýmsir öryggis­fídusar í þessum tækjum sem við erum með sem hefur verið bætt við. Það er þungt, stórt og með stórum palli. Það er aftur­hjóla­drifið, á meðan flest hafa verið fram­hjóla­drifin, sem á að koma í veg fyrir að fólk missi grip. Það eru ekki bara ljós að framan og aftan, heldur einnig á hliðunum og skút­rnar því mjög sýni­legar í um­ferðinni,“ segir Ægir að lokum.

Aldurs­tak­mark leigu­taka er 18 ára og ber hann á­byrgð á öllum sem nota rafs­kútuna á meðan hann er með hana í leigu.

Hægt er að kynna sér nána leiguna hér á heima­síðunni sem leiðir fólk inn í appið.