Fyrsta Marriot hótelið hérlendis verður formlega opnað í dag. Um er að ræða Courtyard by Marriott hótelið í Reykjanesbæ, 150 herbergja flugvallarhótel með veitingastað og bar en það var tilbúið í apríl á síðasta árið og opnað í byrj­un októ­ber. Vegna kórónuveirufaraldursins hafa hótelgestir þó ekki verið margir hingað til.

Í dag tekur veitingastaður hótelsins, The Bridge eða Brúin einnig til starfa. Ingvar Eyfjörð, framkvæmdastjóri Aðaltorgs ehf sem stendur fyrir opnun hótelsins, segir í samtali við Víkurfréttir að staðið hafi til í rúmt ár að opna hótelið og því sé ánægjulegt að geta loksins tekið á móti viðskiptavinum í fyrsta skipti bæði á hótelið og veitingastaðinn.

Courty­ard er eitt 30 vörumerkja sem heyra und­ir Marriott-hót­elkeðjuna, sem er risi á alþjóðleg­um hót­el­markaði.

Fimm stjörnu Marriot hótel væntanlegt

Annað Marriot hótel í eigu annarra fjárfesta er nú í byggingu sem rís við hlið Hörpu í Austurhöfn. Íslenskir einkafjárfestar og lífeyrissjóðir fara með meirihluta hlutafjár í félagi sem stendur að byggingu fimm stjörnu Marriott Edition-hótelsins, sem er undir forystu framtakssjóðs í rekstri Stefnis, lagði félaginu til tæpa 1,3 milljarða króna í nýtt árið 2018 og eignaðist þá 66 prósenta hlut í verkefninu.