Geim­vísinda­stofnunin NASA og geim­ferða­fyrir­tækið SpaceX ætla að sprengja eld­flaug á loft upp í miðju flugi þann 18. janúar næst­komandi. Þetta er gert í öryggis­skyni til að undir­búa fyrsta mannaða geims­kotið í Banda­ríkjunum frá árinu 2011.

Til­raunin mun fara fram í Flórída og gangi allt sam­kvæmt á­ætlun mun Falcon 9 eld­flaugin springa í loft upp og Crew dragon geim­farið, þar sem geim­farar sitja við flug­skot, mun losa sig frá eld­flauginni þegar það skynjar hættuna. Að sjálf­sögðu verður enginn geim­fari um borð en Banda­ríkja­menn vilja ekki taka neinar á­hættu þegar það kemur að geims­kotum.

Frá árinu 2011 hafa Rússar staðið fyrir flestum mönnuðum geims­kotum en nú ætla Banda­ríkja­menn að koma sterkir inn í seinni geimöldina.

NASA og SpaceX vinna saman á þessu ári við Crew Dragon Demo-2 á­ætlunina, sem er fyrsta mannaða geim­ferð SpaceX. Nýjasti ár­gangur geim­fara mun leggja af stað frá Flórída til Al­þjóð­legu geim­stöðvarinnar snemma á þessu ári. NASA hyggst senda fyrstu konuna á tunglið árið 2024 og þaðan verður stefnan síðan tekin til Mars. Þó ný­lenda á annari plánetu virðist vera fjar­rænn draumur þá eru Geim­vísinda­stofnanir

ESA og Kína þegar að huga að því að senda annað far til Mars til að rann­saka jarð­veginn.
Kína og Banda­ríkin á­ætla að senda mannað geim­far til Mars á innan við ára­tug.