Erlent

Fyrsta arðgreiðslan í tíu ár

Royal Bank of Scotland hefur í fyrsta sinn í tíu ár greitt út arð til hluthafa bankans. Yfir 190 þúsund manns eiga hlut í bankanum en breska ríkið er stærsti hluthafinn með 62 prósenta hlut.

Breska ríkið lagði bankanum til ríflega 45 milljarða punda á haustmánuðum 2008. Fréttablaðið/AFP

Royal Bank of Scotland hefur í fyrsta sinn greitt út arð til hluthafa eftir að bankinn var að stórum hluta þjóðnýttur í bankakreppunni á haustmánuðum ársins 2008.

Bankinn, sem er í 62 prósenta eigu breska ríkisins, hefur greitt hluthöfum sínum arð upp á tvö pens á hvern hlut. Yfir 190 þúsund manns eiga hlutabréf í bankanum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins.

Ross McEwan, bankastjóri Royal Bank of Scotland, segir að arðgreiðslan marki mikilvæg tímamót í endurreisn bankans eftir fjármálahrunið. Hún sé „lítið endurgjald“ til hluthafa sem hafi sýnt þolinmæði í mörg ár.

„Við höfum búið til minni og öruggari banka sem skilar heilbrigðari hagnaði en áður. Eiginfjárstaða okkur er yfir lágmarki og við hlökkum til þess að greiða út allt umfram eigið fé til hluthafa eins fljótt og auðið er,“ segir bankastjórinn.

Fyrr á árinu seldi breska ríkið um 7,7 prósenta hlut í bankanum á genginu 271 pens á hlut. Til samanburðar greiddi ríkið 502 pens fyrir hvern hlut þegar það bjargaði bankanum í nóvember árið 2008.

Bresk stjórnvöld hafa sagt að þau hafi í hyggju að selja öll hlutabréf sín í bankanum á næstu fimm árum. Philip Hammond fjármálaráðherra hefur margítrekað þá skoðun sína og bresku ríkisstjórnarinnar að eignarhaldið á bankanum komi niður á rekstri hans og dragi jafnframt úr getu hans til arðbærra útlána, breska hagkerfinu til tjóns.

Stjórnendur bankans tilkynntu um það í ágúst síðastliðnum að til stæði að greiða út arð til hluthafa um leið og bankinn næði sátt við bandaríska dómsmálaráðuneytið vegna sölu á húsnæðislánum á árunum fyrir hrun. Bankinn þurfti að greiða bandarískum yfirvöldum 4,9 milljarða dala, jafnvirði 567 milljarða króna, í sekt vegna málsins. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Vilja reka Zucker­berg úr stóli stjórnar­for­manns

Erlent

Lækkanir á asískum hluta­bréfa­mörkuðum

Erlent

Risa­keðjan Sears óskar eftir greiðslu­stöðvun

Auglýsing

Nýjast

Krónan ekki veikari í meira en tvö ár

Samþykkir kaupin á CP Reykjavík

Afkoma Origo betri en áætlað var

Vá­­­trygginga­­fé­lögin styrkja hjarta­deild um 18 milljónir

Sjóðsfélagar njóta forgangs við úthlutun íbúða

Aldrei erfiðara að kaupa fyrstu eign

Auglýsing