Fimm fyrrverandi starfs­menn Capacent hafa nú stofnað nýtt ráð­gjafa­fyrir­tæki, Intenta ehf, og vinna að því að koma rekstrinum í gang en búið er að setja upp heima­síðu fyrir fyrir­tækið.

Capacent á Ís­landi til­kynnti í gær að fyrir­tækið kæmi til með að binda enda á starf­semi sína á Ís­landi vegna rekstra­r­örðu­leika fé­lagsins í ljósi CO­VID-19 heims­far­aldursins og að óskað hafi verið eftir gjald­þrota­skiptum.

Að sögn Ingva Þórs Elliða­sonar, nú­verandi fram­kvæmda­stjóra Intenta, var á­kvörðunin um stofnun fyrir­tækisins tekin í ljósi erfiðrar stöðu Capacent en fyrir­tækið var stofnað fyrr í mánuðinum.

Auk Ingva eru stofn­endur Intenta þeir Sigurður Hjalti Kristjáns­son, Hall­björn Björns­son, Bjarki Elías Kristjáns­son og Haf­liði Sæ­vars­son en til að byrja með eru um tíu manns sem fara af stað með reksturinn.

Ekki liggur fyrir hvernig starfsemi fyrirtækisins verði háttað en að sögn Ingva mun það skýrast á næstu dögum.