Fyrir­tæki sem munu taka lán með ríkis­á­byrgð munu ekki fá að greiða út arð eða kaupa eigin hluta­bréf. Lánin, svo­kölluð brúar­lán, ætla stjórn­völd að veita fyrir­tækjum sem koma illa út úr efna­hags­á­standinu í kóróna­veirufar­aldrinum.


Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra greindi frá þessu í færslu á Face­book í dag. Hún segir að málið hafi verið rætt í efna­hags- og við­skipta­nefnd og að nefndin muni gera til­lögur sem tryggi að fyrir­tæki sem fá þessa ríkis­á­byrgð á hluta lána sinna verði bannað að greiða út arð eða kaupa eigin hluta­bréf á meðan ríkis­á­byrgðar nýtur.

Töluvert hefur verið rætt um arðgreiðslur til fyrirtækja sem munu njóta ríkisábyrgðar í aðgerðum stjórnvalda. Þetta mál...

Posted by Katrín Jakobsdóttir on Sunday, March 29, 2020

Sér­stök eftir­lits­nefnd verður skipuð sem mun gefa ráð­herra og Al­þingi skýrslur um fram­kvæmd brúar­lána sem fara í gegnum banka.


Brúar­lánin eru liður í að­gerðum ríkis­stjórnarinnar til að mæta efna­hags­legum af­leiðingum kóróna­veiru­heims­far­aldursins. Fyrir­tæki sem verða fyrir miklum tekju­sam­drætti vegna á­standsins geta þannig fengið ríkið til að ganga í á­byrgð á helmingi upp­hæðar lánanna.


Að­gerðirnar voru kynntar um síðustu helgi en síðan hefur tals­vert verið rætt um hvort fyrir­tækin sem nýti sér þetta geti greitt út arð. Verði til­lögurnar sam­þykktar er ljóst að svo verður ekki.

„Það er mikil­vægt að lög­gjafinn sýni þennan skýra vilja,“ segir Katrín að lokum.