VR kynnti Fyrirtæki ársins 2022 í fjölmennri móttöku í Hörpunni í dag. Alls fá sextán fyrirtæki þessa nafnbót í ár en hátt í fimmtíu fyrirtæki fá viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2022. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra afhentu viðurkenningarnar.
Í flokki smærri fyrirtækja þar sem starfa færri en 30:
- Farmers Market
- Íslensk getspá
- M7
- Rekstrarfélag Kringlunnar
- Reon
Í flokki meðalstórra fyrirtækja þar sem starfsfólk er 30 – 69 talsins eru fyrirtækin sex en ekki fimm eins og allajafna þar sem tvö fyrirtæki voru jöfn í fimmta sæti:
- Expectus
- Hringdu
- Íslandsstofa
- Reykjafell
- Tengi
- Toyota á Íslandi
Í flokki stærri fyrirtækja þar sem starfa 70 eða fleiri:
- LS Retail
- Miðlun
- Nova
- Opin Kerfi
- Sjóvá
Könnun var lögð fyrir hátt í 40 þúsund einstaklinga á almennum vinnumarkaði, bæði félagsfólk í VR og annars starfsfólks fyrirtækja sem tryggðu öllu starfsfólki þátttökurétt, óháð stéttarfélagsaðild. Rúmlega ellefu þúsund tóku þátt í könnuninni. Eingöngu fyrirtæki sem tryggðu öllu starfsfólki þátttökurétt kom til greina í valinu á Fyrirtæki ársins eða Fyrirmyndarfyrirtæki en það eru þau fyrirtæki sem eru í fimmtán efstu sætunum í stærðarflokkunum þremur.