Ís­lendingar á Ali­cante svæðinu á Spáni furða sig á háu verði á flug­miða í flug­ferð fyrir Ís­lendinga sem vilja hraða sér heim til Ís­lands sem Icelandair hefur boðið uppá á morgun. Ás­dís Ýr Péturs­dóttir, upp­lýsinga­full­trúi fé­lagsins, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að verðið skýrist af því að vélinni sé flogið tómri út í eina ferð. Upp­selt er í ferðina og skoðar Icelandair val­mögu­leikann á frekari flugi.

Icelandair kannaði á­huga á fluginu í dag á Face­book, nú þegar Spánn er skil­greindur sem há­á­hættu­svæði vegna út­breiðslu kóróna­veirunnar. Miðar fóru svo í sölu síðar í dag en þá runnu á marga tvær grímur. Miðinn kostar 81.480 krónur og gátta ein­hverjir sig á verð­laginu á Ís­lendinga­hópi í Ali­cante á Face­book.

„Fyrir okkur 6 tæp hálf milla held bara ekki hjón með 4 börn,“ skrifar Aníta Gunnars­dóttir Skjól­dal inni á hópnum Ís­lendingar á Spáni Costa Blan­ca Svæðinu. „Þetta sæti er dýrara en Saga Class,“ skrifar Lára Ólafs­dóttir. Þá svara margir Face­book færslu flug­fé­lagsins.

„Ég á ekki 160 þu­sund auka­lega til að koma mer og manninum minum heim. Bið frekar 12 dsga og kemst a minum miðum heim ! Mer finnst þetta ekki gott til­boð ef til­boð gæti kallast! takk fyrir pent,“ skrifar Gréta Baldurs­dóttir.

„Við könnuðum á­huga Ís­lendinga sem dvelja á Ali­cante svæðinu á sér­stöku heim­flugi á morgun, 16. mars. Vélin fer tóm út frá Kefla­vík á morgun og er flugið á­ætlað frá Ali­cante kl. 18:45 annað kvöld. Upp­selt er í flugið,“ segir Ás­dís. Verið sé að kanna hvort eftir­spurn sé eftir frekari sætum.

Verðið skýrist af því að um sé að ræða flug fram og til baka, þar sem flogið sé með tóma vél út í þeim eina tilgangi að sækja viðkomandi hóp.

Að­spurð hvort að á­höfn flug­vélarinnar muni þurfa að sæta sótt­kví segir Ás­dís svo ekki vera. „Sam­kvæmt leið­beiningum frá sótt­varnar­lækni á á­höfnin ekki að þurfa að fara í sótt­kví.“

Fréttablaðið/Skjáskot
Fréttablaðið/Skjáskot