Starfs­manna­fundur starfs­manna ál­versins í Straums­vík hófst klukkan 08:00 í morgun. Rann­veig Rist, for­stjóri verk­smiðjunnar, boðaði til fundarins en þar verður farið yfir stöðu mála hjá fyrir­tækinu. Til­efnið eru þrengingar í rekstri fyrir­tækisins, að því er heimildir Frétta­blaðsins herma.

Eig­andi ál­versins, Rio Tin­to, hefur kallað eftir endur­skoðun á raf­orku­samning vegna þessa, að því er fram kemur í Við­skipta­Mogganum.

Þar kemur fram að for­svars­menn fyrir­tækisins hafi fundað með Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála-og efna­hags­ráð­herra, vegna þrenginganna. Þar kemur fram að það sé mat stjórn­endanna að raf­orku­samningur frá 2010 þrengi svo að starf­seminni, að ekki verði við það lengur unað.

For­svars­mennirnir hafa sett mikinn þrýsting á Lands­virkjun og stjórn­völd að við­komandi samningur verði tekinn upp að nýju. Hann verði þannig endur­skoðaður með til­liti til gjör­breyttna að­stæðna á heims­markaði með ál.

Verðið er nú í réttum 1700 dollurum á tonnið en lækkunin er um tíu prósent á einu ári. Mikil fram­leiðs­laukning í Kína hefur valdið því að verðið hefur haldist undir 2000 dollurum á tonnið undan­farin tíu ár. Fyrir tíu árum síðan var verðið í 2100 dollurum.

Segir í um­fjöllun miðilsins að nú sé reynt að koma á við­ræðum á milli Lands­virkjunar og Rio Tin­to um endur­skoðun á raf­orku­samningnum.