Sæl­gætis­gerðin Freyja og Lang­sjávar ehf. hafa undir­ritað kaup­samning á dóttur­fé­lagi Freyju, K-102 ehf., að fullu og einnig fast­eignir sem tengjast rekstrinum. Þetta kemur fram í sam­eigin­legri til­kynningu frá Freyju og Langa­sjávar.

Freyja er elsta starfandi sæl­gætis­gerð á Ís­landi, en fyrir­tækið var stofnað árið 1918. Um er að ræða eitt þekktasta vöru­merki landsins, en meðal vöru­tegunda sem fram­leiddar eru af Freyju eru Draumur, Rís og Djúpur.

Ævar Guð­munds­son, stjórnar­for­maður Freyju segir að honum líði vel með að setja Freyju í hendur Langa­sjávar.

„Eftir yfir 40 ára upp­byggingu okkar fjöl­skyldunnar á Freyju er fyrir­tækið komið á mjög góðan stað en jafn­framt með gríðar­lega mörg ó­nýtt tæki­færi í aug­sýn. Sér­stak­lega í vöru­þróun og stöðugum vexti í út­flutningi eftir 15 ára vinnu við að byggja upp við­skipta­tengsl. Því finnst mér þetta góður tími til að hefja nýjan kafla í lífinu og koma fyrir­tækinu í hendur á traustum eig­endum,“ segir Ævar.

Langi­sjór er móður­fé­lag fyrir­tækja í fram­leiðslu og dreifingu á mat­vælum og sinnir einnig út­leigu og upp­byggingu at­vinnu- og í­búðar­hús­næðis. Meðal fyrir­tækja í sam­stæðu Langa­sjávar ehf. eru Alma í­búða­fé­lag hf., Brim­garðar ehf., Mata hf., Mat­fugl ehf., Salat­húsið ehf. og Síld og fiskur ehf. Langi­sjór er í eigu syst­kinanna Guð­nýjar Eddu, Eggerts Árna, Hall­dórs Páls og Gunnars Þórs Gísla­barna og fjöl­skyldna þeirra.