Sæl­gætis­gerðin Freyja mun hækka vöru­verð sitt um 5,9 prósent á næsta ári. Hækkunin tekur gildi þann 6. janúar næst­komandi og hafa við­skipta­vinir Freyju verið upp­lýstir um verð­hækkanirnar.

Þetta kemur fram í tölvu­pósti sem Freyja sendi við­skipta­vinum sínum og Við­skipta­blaðið birti í morgun. Í póstinum segir að Freyja hafi undan­farið að unnið að því að lækka allan kostnað hjá sér og hag­rætt í rekstri með það að mark­miði að halda vöru­verði niðri. Þrátt fyrir það sé hækkunin ó­um­flýjan­leg í ljósi hækkunar á helstu kostnaðar­liðum.

Tekið er dæmi um að verð á kakó­massa hafi hækkað um ríf­lega fjórðung og kakó­smjör og sykur hækkað um 17 prósent. Hveiti, korn­kúlur og um­búðir hafi sömu­leiðis hækkað í verði. Því til við­bótar hafi vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 2,7 prósent og launa­vísi­tala um 5,3 prósent.

Þá er tekið fram að inn­lendir og er­lendir birgjar hafi hækkað lista­verð á síðast­liðnu ári og að von sé á frekari hækkunum í byrjun næsta árs.