Icelandair Group hefur ákveðið að bíða með að selja Iceland Travel. Þetta kemur fram í tilkynningu vegna uppgjörs samstæðunnar.

Í febrúar var upplýst að hefja ætti undirbúning á sölu á fyrirtækinu samhliða breytingum á skipulagi Icelandair Group.

Iceland Travel hagnaðist um 1,3 milljónir evra, jafnvirði 180 milljóna króna, á síðasta ári samanborið við 335 þúsund evrur á árinu 2017.

Tekjurnar drógust saman um um tæp 16 prósent á milli ára. Félagið velti 88 milljónum evra, jafnvirði 12,2 milljarða króna, á síðasta ári samanborið við tæplega 105 milljónir evra á árinu.