Samtök ferðaþjónustunnar hafa ákveðið að fresta Ferðaþjónustudeginum 2019 til hausts. Er ástæðan sögð staðan á vinnumarkaði.

Þetta kemur fram á heimasíðu Samtaka ferðaþjónustunnar en fundurinn átti að fara fram 21.mars í Hörpu. Nánari dagskrá verður auglýst er nær dregur. 

Verkfallsaðgerðir VR voru samþykktar í gær með mjög naumum meirihluta. Af þeim 578 einstaklingum sem greiddu atkvæði vildu 302 eða 52,3 prósent fara í verkfallsaðgerðir. Í fyrstu atrennu munu aðgerðirnar leggjast á ferðaþjónustu- og rútufyrirtæki.

Sjá einnig: Formaður VR hefði viljað sjá afdráttarlausari niðurstöðu

Þá hafa félags­menn Efl­ingar sam­þykkt boðun verk­falla meðal starfs­fólks á hót­el­um, í rútu­fyr­ir­tækjum og hjá almenn­ings­vögnum Kynn­is­ferða