Innlent

Franke um WOW air: „Fé­lagið hefur mikil tæki­færi“

​Fundir stjórnenda WOW og Indigo Partners hafa gengið vel að sögn beggja aðila. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá félögunum sem send var á fjölmiðla.

Bill Franke og Skúli Mogensen.

Fundir stjórnenda WOW air og Indigo Partners undanfarna tvo daga hafa gengið vel að sögn beggja aðila. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá félögunum sem send var á fjölmiðla.

„Þetta voru tveir afkastamiklir dagar þar sem rætt var um framtíðarrekstur flugfélagsins. Stjórnendateymi WOW air er sterkt, vörumerkið öflugt og félagið hefur mikil tækifæri,“ er haft eftir Bill Franke, stjórnanda Indigo Partners.

Í tilkynningunni segir að heimsókn Franke og stjórnenda Indigo sé liður í áframhaldandi áreiðanleikakönnun vegna fyrirhugaðra kaupa. Báðir aðilar vilji ljúka samningum eins fljótt og auðið er. Áður en það er hægt þurfi að liggja fyrir niðurstöður varðandi leiðakerfi WOW air, flugvélaleigusamninga ásamt samningum við skuldabréfaeigendur félagsins. 

„Við erum mjög ánægð með heimsókn Indigo Partners og ljóst er að mikið má læra af Bill Franke og hans öfluga teymi um hvernig má byggja upp farsælt lággjaldaflugfélag. Það er leitun að betri og reyndari samstarfsaðila til þess að efla rekstur og tryggja framtíð félagsins,“ segir Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air.

Plane View Partners LLC sem veitir WOW air ráðgjöf í samningsferlinu. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Níu­tíu þúsund króna dag­sektir á fisk­vinnslu

Innlent

Júlíus Vífill fékk tíu mánaða skilorð

Innlent

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fjárfestir í Ankeri

Auglýsing

Nýjast

Laura Ashley lokar 40 verslunum í Bretlandi

Yfir 5 prósenta hækkun á bréfum Icelandair

Bankaráð vill frekari frest vegna Samherjamálsins

Þrjár til liðs við Samtök atvinnulífsins

Fjárfesta fyrir 6,2 milljarða króna í Alvotech

Veitinga­markaðurinn leitar jafn­vægis

Auglýsing