Ríkis­endur­skoðun hefur fram­lengt um­sagnar­frest til 25. októ­ber til að skila um­sögn um drög að skýrslu em­bættisins um sölu á hlut ríkisins í Ís­lands­banka að beiðni Banka­sýslu ríkisins.

Ríkis­endur­skoðun sendi fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti, Banka­sýslu ríkisins og stjórn hennar til um­sagnar drög að skýrslu em­bættisins fyrir helgi og átti fresturinn að renna út á mið­viku­dag.

Í til­kynningu á fimmtu­dag kom fram að trúnaður gildir um skýrslu­drögin og að ekki verði fjallað um þau efnis­lega í um­sagnar­ferlinu, hvorki af hálfu Ríkis­endur­skoðunar né um­sagnar­aðila.