Ríkisendurskoðun hefur framlengt umsagnarfrest til 25. október til að skila umsögn um drög að skýrslu embættisins um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka að beiðni Bankasýslu ríkisins.
Ríkisendurskoðun sendi fjármála- og efnahagsráðuneyti, Bankasýslu ríkisins og stjórn hennar til umsagnar drög að skýrslu embættisins fyrir helgi og átti fresturinn að renna út á miðvikudag.
Í tilkynningu á fimmtudag kom fram að trúnaður gildir um skýrsludrögin og að ekki verði fjallað um þau efnislega í umsagnarferlinu, hvorki af hálfu Ríkisendurskoðunar né umsagnaraðila.