Mikill á­hugi er hjá bæði opin­berum stofnunum og fyrir­tækjum á nýjum þjónustu­vef verk­fræði­stofunnar Eflu, Matar­spor. Þar geta fyrir­tæki, mötu­neyti og mat­sölu­staðir reiknað út kol­efnis­spor mis­munandi mál­tíða og rétta. Þegar reikni­vélin hefur reiknað kol­efnis­sporið er það síðan sett í sam­hengi við hversu langt þyrfti að aka fólks­bíl til að losa sama magn gróður­húsa­loft­tegunda.

Fjallað var um málið fyrr í vor þegar kokkurinn Ágúst Már Garðars­son og Sigurður Loftur Thor­la­cius um­hverfis­verk­fræðingur prufu­keyrðu hug­búnað sem mældi kol­efnis­spor hverrar mál­tíðar í mötu­neyti fyrir­tækisins í til­efni af um­hverfi­s­viku fyrir­tækisins. Ágúst birti mynd af út­reikningum þeirra á sam­fé­lags­miðlum sem sýndi svart á hvítu muninn á kol­efnis­spori kjöt­mál­tíða og græn­metis­mats sem skapaði miklar um­ræður á sam­fé­lags­miðlum og annars staðar.

Ráðherra og Reykjavíkurborg skoða málið

Helga J. Bjarna­dóttir, efna- og um­hverfis­verk­fræðingur og sviðs­stjóri Um­hverfis­sviðs EFLU verk­fræði­stofu, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að frá því í vor hafi fjöl­margir sýnt verk­efninu á­huga.

„Það voru margir búnir að sýna verk­efninu á­huga þegar upp­lýsingar um það komu fram í vor og við erum að vinna í því núna að hafa sam­band við það fólk. Þar á meðal má nefna um­hverfis­ráð­herra sem ætlaði að skoða þetta fyrir stjórnar­ráðið og Reykja­víkur­borg fyrir sín mötu­neyti. Þá hefur At­vinnu- og ný­sköpunar­ráðu­neytið einnig sýnt verk­efninu á­huga, en í Inn­kaupa­stefnu mat­væla fyrir ríkis­aðila kemur fram að vinna þurfi betur með skil­yrði vist­vænna inn­kaupa og er kol­efnis­spor ein af nokkrum kröfum sem menn geta litið til í því sam­hengi ,“ segir Helga í samtali við Fréttablaðið.

Hún segir að hug­búnaðurinn nýtist mötu­neytum og mat­sölu­stöðum. Bæði séu upp­lýsingarnar gagn­legar fyrir inn­kaupa­aðila og neyt­endur til að þeir geti tekið upp­lýstar á­kvarðanir. Fram­leið­endur geti einnig séð tæki­færi í þessu með því að koma upp­lýsingum til neyt­enda um kol­efnis­spor vöru sinnar.

„Við erum í dag einnig að vinna fyrir fram­leið­endur, eins og Lands­sam­band kúa­bænda, að reikna út kol­efnis­sporið fyrir þeirra af­urðir. Það er spennandi því við leggjum á­herslu á að þetta eru upp­lýsingar sem er verið að miðla til neyt­enda, en ekki síður til fram­leið­enda. Það eru tæki­færi fyrir fram­leið­endur að bæta sína fram­leiðslu,“ segir Helga.

Fram kemur á heima­síðu Eflu að Matar­spor byggi á stórum gagna­grunni sem inni­haldi gögn um losun gróður­húsa­loft­tegunda vegna mat­væla. Sé fólk með að­gang geti það slegið inn magn allra hrá­efna í einni mál­tíð og til­greint hvort þau séu inn­flutt og þá frá hvaða heims­álfu. Matar­spor sækir svo upp­lýsingar í gagna­grunninn, reiknar út kol­efnis­spor mál­tíðarinnar og birtir það jafn­óðum á stöpla­riti. Til saman­burðar, á myndinni fyrir neðan, má einnig sjá hversu stórt kol­efnis­spor mál­tíðarinnar er miðað við akstur bíls.

Hægt er að bera saman máltíð sem inniheldur kjöt eða fisk við máltíð sem gerir það ekki.
Mynd/Efla

Framleiðendur geti reiknað kolefnisspor sinnar vöru

Helga segir að gögnin inn í gagna­grunninum séu meðal­tals­gögn fyrir hverja mat­vöru.

„Bak við tölurnar eru vist­ferils­greiningar fyrir yfir 30.000 býli í yfir 100 löndum í heiminum. Fyrir hverja vöru er breidd, það geta verið margir fram­leið­endur að einni vöru, en við tökum meðal­tals­töluna,“ segir Helga.

Hún segir að til séu gögn fyrir ein­hver ís­lensk mat­væli, en þó sé full þörf á að bæta við og þau hvetji fram­leið­endur til að reikna sitt kol­efnis­spor svo meiri upp­lýsingar séu fyrir neyt­endur í gagna­grunninum. Eins og staðan er núna eru til gögn fyrir lamba­kjöt, eldis­bleikju, eldis­lax, þorsk, kar­töflur, gúrkur, salat, tómata, gul­rætur og ýmsar kál­tegundir. EFLA upp­færir gagna­grunninn eftir því sem niður­stöður fyrir fleiri ís­lensk mat­væli liggja fyrir.

„Það er þarna tæki­færi fyrir ís­lenska fram­leið­endur að reikna sitt kol­efnis­spor fyrir neyt­endur,“ segir Helga.

Yfir 60 matar­tegundir eru inni í reikni­vélinni. Í reikni­vélinni er greint á milli inn­lendra og er­lendra vara og hvernig flutningur vörunnar kemur inn í kol­efnis­sporið. Um­búðir vörunnar eru líka taldar með í kol­efnis­spori hennar.

„Kol­efnis­spor mat­vælanna saman­stendur af heildar­losun gróður­húsa­loft­tegunda sem losnar yfir allt vist­ferlið. Það er alla virðis­keðjuna sem er land­notkun, fram­leiðsla fóðurs, rekstur býlis, vinnsla mat­vörunnar, flutningur, um­búðir og sala. Í ein­hverjum til­fellum fyrir ís­lensku fram­leiðsluna vantar þó land­notkun inn í dæmið. Með Matar­sporinu fær fólk upp­lýsingar og getur svo valið sjálft,“ segir Helga.

Helga segir að næst á dag­skrá sé að svara þeim aðilum sem hafi sýnt verk­efninu á­huga en að nálgast megi upp­lýsingar um Matar­sporið á hlekknum matar­spor.is. Spurð hvort hún sjái fyrir sér að reikni­vélin eða á­líka reikni­vél verði að­gengi­leg fyrir ein­stak­linga, segir hún að þeir geti að sjálf­sögðu skráð sig, þó það væri þeim kostnaðar­samt, en segir að Efla vinni nú að fleiri slíkum verk­efnum, en ó­tíma­bært sé að segja frá þeim eins og er.

Hægt er að kynna sér verkefnið nánar hér.