Erlent

Fram­kvæmda­stjóra Deutsche Bank sagt upp

John Cryan, framkvæmdastjóra Deutsche Bank hefur verið sagt upp störfum. Christian Sewing tekur við starfinu af honum.

Uppsögn Cryan tekur gildi um leið. Fréttablaðið/Getty

John Cryan, framkvæmdastjóra Deutsche Bank, hefur verið sagt upp störfum. Uppsögnin á sér stað eftir neyðarfund sem stjórnendur bankans áttu í gær. 

Christian Sewing tekur við starfinu af hinum 57 ára Cryan, en uppsögn hans tekur gildi um leið. 

Róðurinn hefur verið erfiður fyrir bankann undanfarin ár og spilar lækkun á tekjum og verði á hlutabréfum bankans inn í uppsögn Cryan að því er segir á vef BBC.

Greint var frá því í febrúar að bankinn hefði skilað tapi upp á 60 milljarða króna (500 milljónir evra) á síðasta ári. Þá skilaði hann 181 milljarði króna tapi árið 2016 og 822 milljörðum árið 2015.

Sérfræðingar segja Cryan hafa tekið við erfiðu búi og að hann hafi þurft að takast á við ýmis vandamál sem forverar hans litu einfaldlega fram hjá.

„Hann er búinn að greiða úr þeim flækjum að stórum hluta til en bankinn virðist glíma við vandamál þegar kemur að því að skila hagnaði. Ég efa að nýr framkvæmdastjóri geti leyst úr þessu. Vandamálið virðist frekar tengjast bankanum sjálfum,“ er haft eftir Markus Riesselmann, greinanda hjá Independent Research.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

App­le kynnir vél­mennið Daisy til sögunnar

Erlent

Wells Far­go gert að greiða milljarðs dala sekt

Erlent

Kyn­slóða­skipti hjá Rot­hschild & Co

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Endurnýja samning um brunavarnir

Innlent

„Yrsa er einn besti höfundur í heimi“

Dómsmál

Landsbankinn sýknaður af kröfum KSÍ

Innlent

TripAdvisor kaupir Bókun ehf.

Viðskipti

Milljarða yfirtaka þvert á vilja stærsta hluthafans

Hvalveiðar

Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan

Auglýsing