Franska ríkið áformar að fjárfesta fyrir 100 milljarða evra til að blása lífi hagkerfið sem kóronaveiran hefur leikið illa. Fjárfesta á í grænni orku, samgöngum og framþróun í iðnaði. Þetta kemur fram í frétt Financial Times.

Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, sagði að um væri að ræða fjórum sinnum umfangsmeiri aðgerðir en þær sem ráðist var í eftir fjármálahrunið 2008. Fjárfestingin nemi fjögur prósent af landsframleiðslu. Ekki hafi verið, að hans sögn, upplýst um umfangsmeiri björgunaraðgerðir í Evrópu vegna COVID-19.

Stjórnvöld reikna með að hagkerfið muni dragast saman um ellefu prósent í ár. Ríkið hefur þegar varið tugum milljarða evra til að reyna að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot og aukið atvinnuleysi. Talið er að skuldir hins opinbera muni aukast í 120 prósent af landsframleiðslu en skuldahlutfallið var um 100 prósent áður en kórónuveiran lét á sér kræla.

Castex segist gera ráð fyrir því að hagkerfið verði búið að ná fyrri styrk árið 2022.

Hann sagði að ekki yrðu gerð sömu mistök og fyrri í efnahagskreppum, að hækka skatta til að greiða fyrir aukin útgjöld ríkisins. Horft sé til að þess að auka umsvif í efnahagslífinu og samhliða muni skatttekjur aukast.