Skattayfirvöld í Frakkland krefja bandarísk tæknifyrirtæki um milljónir evra. Fyrir skemmstu var hafist handa við að skattleggja starfæna þjónustu þar í landi.

Facebook og Amazon eru á meðal þeirra fyrirtækja sem hafa verið krafin um að greiða skattinn.

Bandarísk stjórnvöld segja skattinn ósanngjarnan því hann bitni einkum á bandarískum fyrirtækjum, segir í frétt Financial Times.

Fleiri ríkisstjórnir hafa í hyggju innheimta, eða hafa þegar tilkynnt um, sambærilega skatta. Þær segja að tæknifyrirtæki greiði of lítinn skatt af hagnaði sem verður til í löndunum. Það má einkum rekja til þess að fyrirtækin nýta lágskattalönd á borð við Írland.

Með ákvörðun Frakka er verið að binda enda á eins konar vopnahlé frá því í janúar í tollastríði við Bandaríki. Á meðal þess sem samið var um í vopnahléinu var að hætta að innheimta skatt af stafrænni þjónustu.