Viðar Blöndal hefur verið ráðinn til Dropp og tekur við starfi viðskiptastjóra. Áður starfaði Viðar sem viðskiptastjóri hjá Póstinum frá 2010.

„Ég er ánægður að hefja störf hjá Dropp sem er framsæknasta afhendingarfyrirtækið á markaðnum í dag. Dropp er með sterka framtíðarsýn sem stafrænt þjónustufyrirtæki sem breytir upplifun viðskiptavina. Þetta er spennandi sýn og ég er fullur tilhlökkunar að taka þátt,“ segir Viðar Blöndal.

Viðar Böndal hefur verið ráðinn til Dropp.
Aðsend mynd

„Við erum ótrúlega ánægð að hafa fengið til liðs við okkur jafn reynslumikinn einstakling og Viðar. Hann mun spila stórt hlutverk í áframhaldandi vexti Dropp og styðja við ört stækkandi hóp viðskiptavina okkar,“ segir Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp.

Dropp er nýr og öflugur valkostur fyrir netverslanir til að koma sendingum til skila. Markmið Dropp er að tryggja ánægjulega upplifun viðskiptavina þegar þeir versla á netinu.