Steve Easterbrook hefur nú sagt skilið við veitingakeðjuna McDonalds en þetta kemur fram í frétt CNN um málið. Stjórn McDonalds segir í tilkynningu að ákvörðunin hafi verið tekin eftir að í ljós kom að Easterbrook, sem tók við starfinu árið 2015, hafi brotið ákveðnar stefnur fyrirtækisins.

Í tilkynningunni segir að Easterbrook „hafi beitt slæmri dómgreind varðandi nýlegs sambands hans við starfsmann þar sem báðir aðilar voru samþykkir,“ en Chris Kempczinsky, sem hóf einnig störf árið 2015 og var forstjóri McDonalds í Bandaríkjunum, hefur nú tekið við stöðu Easterbrook.

Easterbrook sendi út tilkynningu til starfsmanna þar sem hann sagðist sjá eftir sambandinu sem væri brot á stefnu fyrirtækisins. „Ég er sammála stjórninni um að það sé kominn tími til að ég fari annað,“ sagði Easterbrook í tilkynningunni og bætti við að hann hafi haft góða upplifun af forstjórastarfinu.