Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var gestur í Sósíalistakaffi á vegum Sósíalistaflokksins í gær. Formaður VR, sem stendur í ströngu í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins, ræddi breyttar áherslur félagsins og stöðuna í kjarabaráttunni. 

Sósíalistar jafnt sem félagar í VR hlýddu á ræðu hans í Dósaverksmiðjunni í Borgartúni í gærkvöldi og spurðu hann spjörunum úr um hvert VR stefndi.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fengu í gær í gær umboð frá samninganefndum félaganna til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef þess þarf.

Aðspurður hvort hann byggist við að nýta sína heimild sagði Ragnar Þór að hann myndi ekki tjá sig um það fyrr en eftir fundinn með SA í dag.

„Við getum þó ekki farið í grafgötur með að staðan er grafalvarleg,“ sagði hann.