Markaðurinn

Forkaupsréttur ríkisins mun ekki gilda við skráningu

Íslensk stjórnvöld munu falla frá forkaupsrétti sínum að hlutabréfum Kaupþings í Arion banka þegar bankinn verður skráður á markað.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra Fréttablaðið/Ernir

Forkaupsréttur ríkisins að hlutabréfum Kaupþings í Arion banka mun ekki gilda við skráningu bankans á markað. Forkaupsrétturinn mun hins vegar að öðru leyti standa óhaggaður eftir skráningu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Þar segir að ráðuneytið og Kaupþing, sem hyggst selja að lágmarki 25 prósenta hlut í fyrirhuguðu hlutafjárútboði bankans, hafi náð niðurstöðu um hvernig aðlaga skuli forkaupsréttinn, sem virkjast að öðrum kosti ef hlutabréf bankans eru seld á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé, þegar ráðist verður í útboð og skráningu bankans.

„Niðurstaðan felur í sér að forkaupsréttur ríkisins mun verða aðlagaður á þann hátt að hann muni ekki gilda við frumskráningu Arion banka á skipulegan verðbréfamarkað sem Arion hefur tilkynnt um og sölu á hlutum Kaupþings/Kaupskila sem fyrirhuguð er í tengslum við skráninguna. Forkaupsrétturinn mun hins vegar að öðru leyti standa óhaggaður eftir það,“ segir í tilkynningunni.

Áskilið er að núverandi hluthafar í Arion banka, sem einnig eru hluthafar í Kaupþingi, muni ekki auka við hlut sinn við frumskráninguna.

Bankinn tilkynnti í morgun að hann hefði í hyggju að efna til útboðs á hlutabréfum í bankanum og skrá bréfin í kauphöll á Íslandi og í Svíþjóð á fyrri hluta ársins. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hve stór hlutur verði seldur en áætlað er að hann verði að lágmarki 25 prósent.

Arion banki verður skráður á markað hér á landi og í Svíþjóð á fyrri hluta ársins. Fréttablaðið/Stefán

Í tilkynningu ráðuneytisins segir jafnframt að með framangreindu sé stuðlað að því markmiði stöðuleikasamninga ríkisins við Kaupþing frá 2016 að félagið losi um hluti sína í Arion banka með skipulegum hætti og í samræmi við samningsskyldur sínar.

Söluandvirði þeirra hlutabréfa sem seld verða í tengslum við frumskráninguna verður greitt inn á skuldabréf sem Kaupþing gaf út í tenglum við stöðugleikasamningana. Eftirstöðvar þess nema nú um 29 milljörðum króna.

Afkomuskiptasamningurinn kveður á um að söluandvirði hlutabréfa Kaupþings umfram andvirði skuldabréfsins skiptist milli ríkisins og Kaupþings í tilgreindum hlutföllum.

Ríkið mun fylgjast grannt með skráningar- og söluferlinu, eftir því sem kemur fram í tilkynningu ráðuneytisins, og mun tilnefna eftirlitsaðila sem mun fylgjast með og hafa aðgang að öllum upplýsingum og gögnum sem varða ferlið.

Takist vel til við skráningu Arion banka á markað yrði stigið mikilvægt skref í endurskipulagningu íslenska fjármálakerfisins og í átt að dreifðara eignarhaldi bankans, að því er segir í tilkynningunni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Jón Diðrik fer úr stjórn Skeljungs

Innlent

Líf og sál til liðs við Siðferðisgáttina

Innlent

Sandra nýr verk­efna­stjóri Ís­lenska bygginga­vett­vangsins

Auglýsing

Nýjast

Horner dregur framboð sitt til baka

Tómas Már tekur sæti í stjórn Íslandsbanka

Loðdýrabú á Íslandi rekin með tapi frá 2014

Bjarni sest nýr í stjórn Símans

Hrönn fjórði stjórnandinn sem fer frá Sýn

Bjóða upp á fast leigu­verð í sjö ár

Auglýsing